Erlent

38 merkur við fæðingu

Drengur sem vó þrjátíu og átta merkur við fæðingu fæddist í Brasilíu í gær. Ademilton Dos Santos er stærsta barn sem fæðst hefur í Brasilíu og er stærð hans þegar á við meðalstórt hálfs árs gamalt barn. Það þarf því vart að koma á óvart að hann hefur þegar hlotið viðurnefnið „Risabarnið“. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði og heilsast honum og móður hans vel að sögn lækna. Ástæða þess hve stór Dos Santos er mun vera sú að móðir hans er haldin sykursýki og passaði ekki upp á blóðsykur sinn á meðgöngunni. Algengt er að mæður með sykursýki fæði stór börn, þó að sjaldnast verði þau jafn stór og í þessu tilviki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×