Erlent

Herinn eyddi of miklum peningum

Norski herinn fór tæpa tíu milljarða íslenskra króna fram úr fjárveitingum í fyrra og varð það til þess að yfirmaður hersins bauðst til að segja af sér. Framúrkeyrslan nemur þremur prósentum af heildarfjárveitingum norska hersins. Stjórnvöld höfðu áður fyrirskipað endurskipulagningu og sparnað í rekstri hersins og því þykir eyðsla umfram heimildir afar óheppileg. Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra sagði málið mjög alvarlegt en þáði ekki afsagnarbeiðni yfirmanns hersins því hann lætur hvort sem er af störfum 1. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×