Sport

Þjóðverjar og Túnismenn kljást

Tveir leikir eru í Álfukeppninni í knattspyrnu í dag. Gestgjafar Þýskalands og Afríkumeistarar Túnis eigast við í A-riðli. Þjóðverjar unnu Ástrali, 4-3, en Túnisar töpuðu fyrir Argentínu, 2-1. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Ástralía og Argentína eigast við klukkan 18.45 og verður leikurinn beint á Sýn 2 og endursýndur á Sýn klukkan 23 vegna útsendingar á Opna bandaríska golfmótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×