Erlent

Handtekinn vegna Bengtsson ránsins

Maður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að eiga þátt í ráninu á Fabian Bengtsson. Annar maður sem handtekinn var í Austurríki grunaður um aðild að ráninu átti ekki þátt í því, að sögn austurrísku lögreglunnar, en reyndi að hafa peninga af fjölskyldu Bengtssons með því að látast vera einn mannræningjanna. Meinafræðingar lögreglunnar í Gautaborg rannsökuðu íbúð í borginni. Talsmaður lögreglunnar vildi ekki staðfesta að Bengtsson hefði verið haldið þar, sagði einungis að íbúðin væri mjög áhugaverð í rannsókn málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×