Erlent

Nýbura kastað út úr bíl

Ungt barn liggur illa haldið á sjúkrahúsi í Norður-Lauderdale í Flórída eftir að hafa verið kastað út úr bíl. Læknar telja að barnið hafi aðeins verið klukkutíma gamalt þegar því var kastað úr bílnum og var fæðingarstrengurinn enn á sínum stað þegar barnið fannst. Kona varð vitni að pari að rífast í bíl í nágrenni hennar og sá einhverju hent út í plastpoka sem lenti rúman metra frá bílnum sem var ekið á brott á miklum hraða. Hún varð þess vör að nýfætt barn var í pokanum og hafði þegar samband við yfirvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×