Halldór gagnrýnir Seðlabankann 22. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira