Fons hagnast um milljarða króna 24. október 2005 03:30 FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. Innlent Viðskipti Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira