Erlent

Tíðkast í Hollandi

Frá því árið 1997 hafa hollenskir læknar 22 sinnum framið líknardráp á nýfæddum börnum, sem vegna illvígra sjúkdóma hefðu ekki átt sér langra lífdaga auðið. Saksóknarar í landinu hafa ekki talið ástæðu til þess að höfða mál vegna neins af þessum tilvikum, jafnvel þótt hollensk lög heimili einungis líknardráp á fullorðnu fólki sem sjálft óskar eftir því. Þetta kom fram í rannsókn sem birt var í hollensku læknablaði í gær. Árið 2001 varð Holland fyrsta landið í heimi til þess að heimila líknardráp, en setti því jafnframt ákveðnar skorður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×