Erlent

Herferð gegn þingkosningum í Írak

Abu Musab al-Zarqawi lýsti í nótt yfir stríði á hendur íröksku þingkosningunum sem fara fram eftir viku. Hótunin kom fram á hljóðupptöku sem birt var á íslamskri vefsíðu, en upptakan er sögð af ávarpi al-Zarqawis. Þar sagði hann að strítt yrði gegn lýðræði og hverjum þeim sem reyndi að koma því á fót. Frambjóðendur létu sem hálfguðir og aðeins trúleysingjar greiddu þeim atkvæði. Hann sór við nafn Allah að ráðast á allt það sem tengdist kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×