Fasteignaverð að hækka eða lækka? 22. júlí 2005 00:01 Fasteignaeigendur fá misvísandi upplýsingar um hvort verð eigna þeirra fari lækkandi. Bankarnir spá lækkun en fasteignasalar segja það af og frá. Fasteignasalar segja Íslendinga alveg geta verið rólega og að ekkert sé í spilunum sem bendi til að fasteignaverð fari lækkandi eins og íslenskir bankar hafa haldið fram. Jón Guðmundsson fasteignasali segir atvinnulífið mjög gott og efnahagslífið hafi aldrei verið betra. En ef bankarnir myndu draga við sig útlán eða vextir færu að hækka gæti eitthvað gerst. Hann segir þó afar ólíklegt að bankarnir fari þá leið, enda erfitt að draga sig úr hringiðunni eftir það sem á undan er gengið. Fasteignaverð hefur hækkað um tæp 40% á einu ári. Jón segir þó fasteignaverð ekki endilega þurfa að lækka, nokkurn tíma. Viðmiðunarverð hljóti að vera byggingarkostnaður í annan endann og hann segir lóðaverð hafa hækkað gífurlega sem hann sjái ekki fyrir sér að muni lækka. En ekki eru þó allir á sama máli og segja bankarnir til að mynda mjög líklegt að fasteignaverð muni lækka á næstum. Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, segir bankanna spá því að verðið muni að líkindum staðna á næsta ári og fara svo lækkandi að raunvirði. Ingvar segir þó ómögulegt að segja til um hversu mikið raunverð muni lækka. Ekki sé þó um fasteignabólu að ræða og ólíklegt sé að verðhrun muni eiga sér stað eins og danskir fjölmiðlar hafa haldið fram. „Ég tel að það sem þyrfti til svo fasteignaverð myndi lækka verulega væri ef lánaframboð bankanna myndi dragast skyndilega of mikið saman, og hins vegar ef kaupmáttur myndi einnig gera það. Þetta sjáum við ekkert fyrir okkur í dag,“ segir Ingvar. Innlent Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Fasteignaeigendur fá misvísandi upplýsingar um hvort verð eigna þeirra fari lækkandi. Bankarnir spá lækkun en fasteignasalar segja það af og frá. Fasteignasalar segja Íslendinga alveg geta verið rólega og að ekkert sé í spilunum sem bendi til að fasteignaverð fari lækkandi eins og íslenskir bankar hafa haldið fram. Jón Guðmundsson fasteignasali segir atvinnulífið mjög gott og efnahagslífið hafi aldrei verið betra. En ef bankarnir myndu draga við sig útlán eða vextir færu að hækka gæti eitthvað gerst. Hann segir þó afar ólíklegt að bankarnir fari þá leið, enda erfitt að draga sig úr hringiðunni eftir það sem á undan er gengið. Fasteignaverð hefur hækkað um tæp 40% á einu ári. Jón segir þó fasteignaverð ekki endilega þurfa að lækka, nokkurn tíma. Viðmiðunarverð hljóti að vera byggingarkostnaður í annan endann og hann segir lóðaverð hafa hækkað gífurlega sem hann sjái ekki fyrir sér að muni lækka. En ekki eru þó allir á sama máli og segja bankarnir til að mynda mjög líklegt að fasteignaverð muni lækka á næstum. Ingvar Arnarson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, segir bankanna spá því að verðið muni að líkindum staðna á næsta ári og fara svo lækkandi að raunvirði. Ingvar segir þó ómögulegt að segja til um hversu mikið raunverð muni lækka. Ekki sé þó um fasteignabólu að ræða og ólíklegt sé að verðhrun muni eiga sér stað eins og danskir fjölmiðlar hafa haldið fram. „Ég tel að það sem þyrfti til svo fasteignaverð myndi lækka verulega væri ef lánaframboð bankanna myndi dragast skyndilega of mikið saman, og hins vegar ef kaupmáttur myndi einnig gera það. Þetta sjáum við ekkert fyrir okkur í dag,“ segir Ingvar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira