Erlent

Talibanar mótmæla kosningum

Glæpa- og ofbeldisalda hefur gengið yfir Afganistan að undanförnu vegna kosninganna sem haldnar eru í dag. Tuttugu Talibanar voru staðnir að verki þegar þeir reyndu að koma fyrir sprengju hjá stíflu. Hefði hún sprungið hefði mörgum þúsundum mannslífa verið stofnað í hættu. Talibanarnir eru á móti kosningunum og segjast ekki hika við að ráðast á fólk sem starfar í sambandi við kosningarnar og er óvopnað. Alls hafa yfir þúsund manns látist í baráttunni við hryðjuverkamennina. Hert hefur verið á allri gæslu í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×