Erlent

Fundu níu lík í Bagdad í morgun

Lögregla í Bagdad hefur í morgun fundið lík af níu manns á þremur stöðum í borginni, en fólkið virðist allt hafa verið tekið af lífi með skoti í höfuðið og brjóstið. Þá lést einn Íraki og 17 særðust, þar af þrír hermenn, þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi bíl sinn í loft upp nærri hermönnum á eftirlitsferð í bænum Bakúba. Ofbeldi í Írak hefur færst í aukana síðustu daga og er talið að uppreisnarmenn séu þar að hefna fyrir sókn írakskra og bandarískra hermanna inn í bæinn Tal Afar í þarsíðustu viku þar sem hundruð uppreisnarmanna voru drepin eða handtekin. Tala fallinna í árásum uppreisnarmanna síðustu daga er ríflega 200, en flestir létust í sjálfsmorðsárásum í Bagdad á miðvikudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×