Erlent

Bjargað eftir 25 daga

Michael Mangal var bjargað af örlítilli eyju í Indlandshafi á föstudaginn. Hann hafði verið þar einn í 25 daga, eða allt frá því flóðbylgjan mikla reið yfir á jóladag. Maðurinn stóð á nærfötunum einum en veifaði fána sem hann hafði búið til úr öðrum fötum sínum. Honum hafði skolað út af eyjunni í fyrstu flóðbylgjunni, en í nærstu flóðbylgju, sem var enn stærri, skolaði honum aftur á land. Allir aðrir íbúar eyjunnar fórust. Eyjan er hluti af Andaman og Nicobar eyjaklasanum, sem tilheyrir Indlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×