Erlent

Konur mega bjóða sig fram í Íran

Konur mega bjóða sig fram í forsetakosningunum í Íran sem haldnar verða í júní. Varðaráð Írans tilkynnti þetta í morgun, en það hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að konur mættu ekki bjóða sig fram. Þessi ákvörðun er niðurstaða túlkunar á orði í stjórnarskrá Írans, sem sérfræðingar varðaráðsins segja að geti einnig náð yfir konur. Búist er við því að kosningarnar marki endalok umbótastjórnarinnar í Íran en íhaldsmenn náðu yfirhöndinni í þingkosningum í maí á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×