Erlent

Sigrast á fuglaflensu í N-Kóreu

Tekist hefur að hefta útbreiðslu fuglaflensu í Norður-Kóreu og reyndist veiran ekki skyld þeirri sem borist getur úr fuglum í menn. Frá þessu greindi Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í dag. Að sögn talsmanna stofnunarinnar reyndist fuglaflensuveiran af stofninum H7 sem veldur alvarlegum veikindum í fiðurfénaði en hann er ekki skyldur H5N1-stofninum sem borist hefur í menn og dregið 52 til dauða í Kambódíu, Víetnam og Taílandi. Alls var ríflega 200 þúsund hænsnum slátrað á þremur bæjum í Norður-Kóreu og fjölmörg hænsn bólusett við veirunni. Menn fara þó að öllu með gát og hafa Kínverjar til að mynda bannað innflutning á alifuglum frá Norður-Kóreu af ótta við smit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×