Sport

Renault hræðist Ferrari

Lið Renault í Formúlu 1 kappakstrinum óttast nýja bifreið Ferrariliðsins eftir kappaksturinn í San Marino sem fram fór í gær. Samkvæmt Fernando Alonso, ökumanni Renault sem fór með sigur af hólmi í gær, þarf Renault að gera viðeigandi ráðstafanir í samkeppninni við Ferrari.   "Að komast úr 14. sæti í 2. sæti segir meira en mörg orð," sagði Alonso en Michael Schumacher vann sig upp um þrettán sæti og nældi sér í sín fyrstu stig í stigakeppni ökumanna. "Eftir næstu keppni í Barcelona þá getum við dæmt um þetta mál betur," bætti Alonso við. "Ég vann mína þriðju keppni og sjálfstraustið jókst til muna um það að ég geti keppst um heimsmeistaratitilinn. Héðan í frá verður engu að síður erfitt fyrir okkur að vinna og við þurfum að hafa mikið fyrir því enda McLaren og Ferrari að sækja í sig veðrið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×