Allt í óvissu hjá Stoke 29. maí 2005 00:01 „Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum klúbbi," sagði Þórður Guðjónsson við Fréttablaðið og átti þar við sitt félag, Stoke City. „Það virðist enginn vita hvert klúbburinn er að fara og meira að segja ríkir óvissa um hver verði þar sem stjóri. Mér skilst á Tony Pulis sjálfum að það sé engan veginn víst að hann haldi áfram." Þórður á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Stoke. „Ég hef ekki farið fram á að félagið leysi mig undan samningnum en ef þeir vilja mig ekki geta þeir borgað mér út og ég get þá farið ef því er að skipta. Að öðru leyti er ekkert annað en að bíða og sjá hvað gerist." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson, stjóri Notts County og faðir Þórðar, vilji fá hann til liðs við sig í sumar. En Þórður segir það útilokað. „Ég efast ekki um að hann myndi vilja fá mig ef það væri hægt en það kemur ekki til greina." Guðjón hefur þegar misst einn af betri leikmönnum Notts County, miðvallarleikmanninn Stefan Oakes, en hann samdi við Wycombe Wanderers sem leikur í sömu deild. Guðjón veitti því ekki af liðsstyrknum en honum er frekar þröngur stakkur sniðinn í fjármálum og með öllu ólíklegt að hann geti mætt launakröfum sonar síns. En það er annað mál að Þórður Guðjónsson hefur ekki fest sig í sessi með félagsliði undanfarin fimm keppnistímabil. Hann fór frá Genk í Belgíu árið 2000, á hátindi ferils síns þar sem hann hafði á þremur árum leikið 94 deildarleiki, skorað í þeim 28 mörk og varð þar að auki belgískur deildar- og bikarmeistari. Á þessum fimm árum hefur hann verið samningsbundinn Las Palmas (Spáni), Bochum (Þýskalandi) og Stoke og verið í láni í stuttan tíma hjá Derby og Preston North End á Englandi. Með þessum fimm liðum hefur hann leikið 65 leiki, þorrann sem varamaður, og skorað fimm mörk. En ef svo vill til að Þórður ákveði að fara til föður síns yrði það fyrst og fremst til að fá að njóta sín sem knattspyrnumaður.Það gæti líka orðið ágætur stökkpallur fyrir hann því hann hefur lítið sem ekkert fengið að auglýsa sig undanfarin fimm ár. Hann gæti einnig átt upp á pallborðið hjá landsliðsþjálfurunum en þrátt fyrir allt hefur ferill hans í landsliðinu frá því að hann fór frá Belgíu verið ágætur – hann hefur leikið 17 leiki, þar af 14 í byrjunarliðinu og skorað tvö mörk. Þórður verður 32 ára á árinu. Gunnar Gíslason, stjórnarformaður Stoke, hefur áður lýst því yfir að félagið sé til sölu. „Ég býst við að það verði selt á næstu leiktíð en þangað til munum við gæta hagsmuna okkar og stýra liðinu eins og við best getum," sagði hann við Fréttablaðið í gær. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum klúbbi," sagði Þórður Guðjónsson við Fréttablaðið og átti þar við sitt félag, Stoke City. „Það virðist enginn vita hvert klúbburinn er að fara og meira að segja ríkir óvissa um hver verði þar sem stjóri. Mér skilst á Tony Pulis sjálfum að það sé engan veginn víst að hann haldi áfram." Þórður á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Stoke. „Ég hef ekki farið fram á að félagið leysi mig undan samningnum en ef þeir vilja mig ekki geta þeir borgað mér út og ég get þá farið ef því er að skipta. Að öðru leyti er ekkert annað en að bíða og sjá hvað gerist." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson, stjóri Notts County og faðir Þórðar, vilji fá hann til liðs við sig í sumar. En Þórður segir það útilokað. „Ég efast ekki um að hann myndi vilja fá mig ef það væri hægt en það kemur ekki til greina." Guðjón hefur þegar misst einn af betri leikmönnum Notts County, miðvallarleikmanninn Stefan Oakes, en hann samdi við Wycombe Wanderers sem leikur í sömu deild. Guðjón veitti því ekki af liðsstyrknum en honum er frekar þröngur stakkur sniðinn í fjármálum og með öllu ólíklegt að hann geti mætt launakröfum sonar síns. En það er annað mál að Þórður Guðjónsson hefur ekki fest sig í sessi með félagsliði undanfarin fimm keppnistímabil. Hann fór frá Genk í Belgíu árið 2000, á hátindi ferils síns þar sem hann hafði á þremur árum leikið 94 deildarleiki, skorað í þeim 28 mörk og varð þar að auki belgískur deildar- og bikarmeistari. Á þessum fimm árum hefur hann verið samningsbundinn Las Palmas (Spáni), Bochum (Þýskalandi) og Stoke og verið í láni í stuttan tíma hjá Derby og Preston North End á Englandi. Með þessum fimm liðum hefur hann leikið 65 leiki, þorrann sem varamaður, og skorað fimm mörk. En ef svo vill til að Þórður ákveði að fara til föður síns yrði það fyrst og fremst til að fá að njóta sín sem knattspyrnumaður.Það gæti líka orðið ágætur stökkpallur fyrir hann því hann hefur lítið sem ekkert fengið að auglýsa sig undanfarin fimm ár. Hann gæti einnig átt upp á pallborðið hjá landsliðsþjálfurunum en þrátt fyrir allt hefur ferill hans í landsliðinu frá því að hann fór frá Belgíu verið ágætur – hann hefur leikið 17 leiki, þar af 14 í byrjunarliðinu og skorað tvö mörk. Þórður verður 32 ára á árinu. Gunnar Gíslason, stjórnarformaður Stoke, hefur áður lýst því yfir að félagið sé til sölu. „Ég býst við að það verði selt á næstu leiktíð en þangað til munum við gæta hagsmuna okkar og stýra liðinu eins og við best getum," sagði hann við Fréttablaðið í gær.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Sjá meira