Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu 3. desember 2005 08:00 Davíð Oddsson tilkynnir hækkun stýrivaxta. Davíð sagði að horfur væru á að það dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Húsnæðisverð þyrfti að lækka og gengi krónunnar að haldast tiltölulega hátt og stöðugt. "Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
"Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira