Erlent

Segir Assad hafa hótað Hariri

Adbel-Halim Khaddam gagnrýndi sýrlensk stjórnvöld fyrir spillingu og valdníðslu.
Adbel-Halim Khaddam gagnrýndi sýrlensk stjórnvöld fyrir spillingu og valdníðslu. MYND/AP

Bashar Assad Sýrlandsforseti og fleiri háttsettir sýrlenskir embættismenn höfðu í hótunum við Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, áður en hann var myrtur í febrúar síðastliðnum.

Þessu hélt Adbel-Halim Khaddam, fyrrum varaforseti Sýrlands, fram í viðtalið við Al-Arabiya sjónvarpsstöðina í kvöld. Hann sagði Assad hafa sagt sér að hann myndi ráða niðurlögum hvers þess sem óhlýðnaðist sýrlenskum yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×