Innlent

21 prósenta launahækkun

Starfsmenn og eigendur Íslenska járnblendifélagsins hafa samþykkt kjarasamning sín á milli. Samkvæmt samningnum fá starfsmenn félagsins um 21 prósenta launahækkun á samningstímanum. Tæplega 75 prósent starfsmanna sem kusu sögðu já en 25 prósent nei. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sem samdi fyrir flesta starfsmennina segir þá ánægða með samninginn, en starfsmennirnir felldu upphaflega tillögu samninganefndanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×