Innlent

Fjöldi umsókna um bætiefni

Á annan tug umsókna um leyfi til að setja bætiefni í matvæli hafa borist Umhverfisstofnun eftir að dreifingu Ölgerðarinnar á vítamínbættum Kristal plús var stöðvuð í janúar. Allt árið í fyrra bárust aðeins þrjár umsóknir. Jóhanna Torfadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að svo virðist sem aðgerðir Umhverfis- og heilbrigðisstofu að stöðva dreifingu drykkjarins hafi opnað augu fyrirtækja um nauðsyn leyfisins þegar framleiðendur vilja setja vítamín, steinefni og önnur bætiefni í matvæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×