Minni viðskiptahalli 12. janúar 2005 00:01 Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira