Minni viðskiptahalli 12. janúar 2005 00:01 Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðskiptahallinn fyrstu níu mánuði síðasta árs nam 36,3 milljörðum króna eða 5,6 prósentum af landsframleiðslu sem er 0,6 prósentum meira en fyrstu níu mánuði ársins 2003. "Það er mikilvægt í þessu sambandi að það er búið að vera að spá miklum viðskiptahalla í langan tíma og því á þetta ekki að koma á óvart," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. "Það sem er í raun merkilegt við tölurnar fyrir fyrstu níu mánuðina er að þær eru lægri en ég átti von á. Þannig að það er útlit fyrir að spá Seðlabankans gangi ekki eftir." Edda Rós segir hugsanlegt að skýringin á því að viðskiptahallinn sé minni en spáð var sé að fólk sé ekki að eyða þeim auknu fjármunum sem það hefur í neyslu heldur í húsnæði. Ef peningunum sé varið til húsnæðiskaupa innanlands þýði það að minni þörf sé á innfluttum vörum. "Auðvitað er viðskiptahallinn samt alltaf ógn við stöðugleikann sérstaklega ef vitað er að erfitt er að fjármagna hann. Við vitum hins vegar að þriðjungur af honum tengist stóriðjuframkvæmdum og því búið að fjármagna þann hluta og ég get ekki séð að það verði erfitt að fjármagna restina." Edda Rós segist reikna með því að krónan veikist um mitt næsta ár. "Það verður samt að hafa í huga að það er alveg vonlaust að spá fyrir um nákvæmar tímasetningar í þessum efnum. Við hjá greiningardeild Landsbankans spáum því samt að krónan verði sterk út þetta ár og veikist síðan um mitt árið 2006. Það þýðir það að verðbólgan getur farið af stað þá." Útflutningsfyrirtækin hafa staðið mjög vel undanfarið miðað við það hvað krónan hefur verið sterk og gert þeim erfitt fyrir að sögn Eddu Rósar. Hún segir að sjávarútvegsfyrirtækin hafi náð góðum árangri þó að þau sem flytji til Bandaríkjanna hafi náttúrlega átt mjög erfitt uppdráttar. Þá segir hún hafa haft jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn að fyrirtæki eins og til dæmis Actavis hafi í mjög auknu mæli verið að flytja út lyf. Það sé breyting frá því sem áður var.Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, reiknar með því að krónan veikist um mitt næsta ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira