Erlent

Maskhadov sagður felldur

Rússneskir sérsveitarmenn hafa fellt tsjetsjenska skæruliðaleiðtogann Aslan Maskhadov. Yfirmaður rússnesku öryggislögreglunnar greindi Vladimír Pútín forseta frá þessu í gær. Gráskeggjað lík sem líktist Maskhadov var sýnt á NTV-sjónvarpsstöðinni, og fulltrúi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna í London, Akhmed Zakajev, tjáði útvarpsstöðinni Ekho Moskvy að Maskhadov væri sennilega allur. Maskhadov var kjörinn forseti aðskilnaðarlýðveldis Tsjetsjena árið 1996 og hafði stýrt vopnaðri baráttu gegn Rússum í meira en áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×