Erlent

Lyf gegn reykingafíkn

Lyfjafyrirtæki reyna nú hvert í kapp við annað að þróa lyf sem læknað getur reykingafíkn. Þau sjá mikla gróðavon í reykingalyfjum þar sem velmegunarsjúkdómar á borð við stinningarerfiðleika, of hátt kólesterólmagn og vélindabakflæði hafa fært þeim drjúgar tekjur á síðustu árum. Ólíkt hefðbundnum lyfjum á borð við nikótínplástra og tyggjó sem smám saman draga úr nikótínfíkn reykingamanna þá eiga lyfin að hafa áhrif á þau svæði í heilanum sem bregðast við nikótíninntökunni. Við það hverfur vellíðan reykingamannsins við iðjuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×