Erlent

Lést eftir eftir tekílakeppni

Rúmlega tvítugur piltur í Dóminíska lýðveldinu lést um helgina eftir að hafa unnið tekíla drykkjukeppni á bar í höfuðborginni Santo Domingo. Pilturinn drakk yfir 50 snafsa af tekíla og lætur nærri að það sé um einn og hálfur lítri af þeim görótta drykk. Hann fékk andvirði rúmlega 18 þúsunda íslenskra króna í fyrstu verðlaun fyrir afrekið en veiktist þegar eftir keppnina og lést nokkrum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Saksóknari segir að banamein hans hafi verið áfengiseitrun. Þrír aðrir keppendur liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir tiltækið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×