Erlent

Leitað að fleiri börnum

Þýska lögreglan, sem nú rannsakar mál konu sem grunuð er um að drepa níu börn sín við fæðingu, notaði hunda í gær til að leita að fleiri líkum við þau hús sem vitað er að konan bjó. Líkin níu fundist í garði foreldra konunnar í þorpinu Brieskow-Finkenherd, við landamæri Póllands. Auk þess að leita eftir fleiri líkum, voru gerðar rannsóknir á þeim líkum sem þegar hafa fundist til að ákvarða hvernig börnin dóu og hver faðir þeirra væri. Þá er einnig verið að rannsaka hvernig konunni tókst að leyna þungununum og hvarfi barnanna í þetta langan tíma, en börnin fæddust á árunum 1988 til 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×