Erlent

Eftirprentunum stolið

Tveir grímuklæddir þjófar héldu væntanlega að þeim hefði tekist vel upp, eftir að þeir höfðu með sér þrjár myndir eftir Munch af hóteli í Osló í gær. Lögreglan segir að það eina sem þjófarnir höfðu upp úr krafsinu, voru þrjár verðlausar eftirprentanir. Hotel Continental á stórt safn listaverka, þar á meðal Munch-myndirnar þrjár sem þjófarnir töldu sig vera að stela. En eftir að tveimur verka hans, Ópið og Madonna, var stolið frá safni í Osló í fyrra, var ákveðið að hafa einungis eftirprentanir á veggjum uppi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×