Erlent

Brottflutningnum mótmælt

Andstæðingar fyrirhugaðs brottflutnings Ísraela frá Gaza mótmæltu harðlega stefnu stjórnvalda í bænum Sderot í gær. Aðeins eru tvær vikur þar til brottflutningur á að hefjast og munu yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín. Árásir herskárra Palestínumanna á Ísraela hafa aukist mikið að undanförnu eftir nokkra mánaða hlé en þeir sjá brottflutninginn sem hernaðarsigur fyrir Palestínumenn. Strangtrúaðir gyðingar eru á sama máli og hafa gagnrýnt Sharon harðlega vegna málsins en hann segir þetta nauðsynlegt skref að taka ef friður eigi að nást á milli þessara tveggja þjóða. Yfir 15 þúsund hermenn voru í viðbragðsstöðu vegna mótmælanna í gær sem fóru þó vel fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×