Erlent

Gistir hjá vinafólki

Aron Pálmi Ágústsson dvelur nú hjá fjölskylduvini í borginni Tyler í Texas, en hann þurfti að dvelja eina nótt í fangelsi eftir að lögregla meinaði honum að dvelja í flóttamannabúðum Rauða krossins. Hann er í hópi milljóna sem flýðu innar í land undan fellibylnum Ritu. Aron Pálmi hefur um árabil verið í stofufangelsi í Texas, en hann hlaut dóm ytra fyrir kynferðisbrot þegar hann var ellefu ára. Unnið er að því að fá leyfi til að Aron fái að flytjast heim til Íslands, en þær ráðagerðir kunna að dragast nokkuð vegna umstangs í kring um fellibylinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×