Boðið í stofnfé í SPH 21. júní 2005 00:01 Tekist er á um völdin enn á ný í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Gengið er á stofnfjáreigendur í sparisjóðnum um að kaupa af þeim stofnfjárbréfin. Eigendur stofnfjár í sjóðnum eru um 47 talsins. Mikil verðmæti liggja í stofnfénu sem er 15,5 milljónir að uppfærðu nafnverði og er meðaleign hvers stofnfjáreigenda um 328 þúsund krónur. Talið er líklegt að heildarverðmæti stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar sé vel á fimmta tug milljóna króna virði á hvern stofnfjáreigenda. Nokkrir stofnfjáreigendur sem rætt var við í gærkvöldi staðfestu þetta en svo virðist vera sem aðeins hafi verið rætt við hluta stofnfjáreigenda um kaup á bréfum þeirra. Mikið hefur verið undir niðri í sparisjóðnum eftir að hallarbyltinguna í vor þegar hópur undir forystu Páls Pálssonar felldi gömlu stjórnina. Þá sagði Páll að markmið nýrrar stjórnar væri tryggja rekstur SPH sem væri sterk og góð fjármálastofnun. Páll sá meðal annars tækifæri í því að stækka hlutdeild SPH á fyrirtækjasviði. Við það tilefni sagði Páll: "Við boðum hugmyndir um ákveðna útrás og ætlum að stækka sjóðinn," og bætti því við að höfuðstöðvar Sparisjóðsins yrðu áfram í Hafnarfirði. Ekki náðist í Pál í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst núverandi stjórn styrkja tök sín á sparisjóðnum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður vann fyrir stjórnina í aðdraganda hallarbyltingarinnar. Sigurður G. neitaði í samtali við Fréttablaðið að eiga nokkurn þátt í söfnun bréfanna. Það fékkst staðfest í gærkveldi að hvorki SPRON né Sparisjóður vélstjóra, tveir af stærstu sparisjóðum landsins, að Sparisjóði Hafnarfjarðar undanskildum, eru meðal kaupenda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Tekist er á um völdin enn á ný í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Gengið er á stofnfjáreigendur í sparisjóðnum um að kaupa af þeim stofnfjárbréfin. Eigendur stofnfjár í sjóðnum eru um 47 talsins. Mikil verðmæti liggja í stofnfénu sem er 15,5 milljónir að uppfærðu nafnverði og er meðaleign hvers stofnfjáreigenda um 328 þúsund krónur. Talið er líklegt að heildarverðmæti stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar sé vel á fimmta tug milljóna króna virði á hvern stofnfjáreigenda. Nokkrir stofnfjáreigendur sem rætt var við í gærkvöldi staðfestu þetta en svo virðist vera sem aðeins hafi verið rætt við hluta stofnfjáreigenda um kaup á bréfum þeirra. Mikið hefur verið undir niðri í sparisjóðnum eftir að hallarbyltinguna í vor þegar hópur undir forystu Páls Pálssonar felldi gömlu stjórnina. Þá sagði Páll að markmið nýrrar stjórnar væri tryggja rekstur SPH sem væri sterk og góð fjármálastofnun. Páll sá meðal annars tækifæri í því að stækka hlutdeild SPH á fyrirtækjasviði. Við það tilefni sagði Páll: "Við boðum hugmyndir um ákveðna útrás og ætlum að stækka sjóðinn," og bætti því við að höfuðstöðvar Sparisjóðsins yrðu áfram í Hafnarfirði. Ekki náðist í Pál í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst núverandi stjórn styrkja tök sín á sparisjóðnum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður vann fyrir stjórnina í aðdraganda hallarbyltingarinnar. Sigurður G. neitaði í samtali við Fréttablaðið að eiga nokkurn þátt í söfnun bréfanna. Það fékkst staðfest í gærkveldi að hvorki SPRON né Sparisjóður vélstjóra, tveir af stærstu sparisjóðum landsins, að Sparisjóði Hafnarfjarðar undanskildum, eru meðal kaupenda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf