Stærsta verksmiðja sinnar tegundar 27. maí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra klippti á borðann í nýrri verksmiðju Lýsis. Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Lýsi hefur opnað nýjar höfuðstöðvar við Fiskislóð og tvöfaldast framleiðslugeta fyrirtækisins í nýja húsnæðinu. Nýja verksmiðjan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Framleiðslugetan er nú sex þúsund tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá viðskiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið á vöktum allan sólarhringinn,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar verður hægt að anna eftirspurn og gott betur. Katrín reiknar með að verksmiðjan verði nægjanlega stór fyrir framleiðsluna næstu tvö til þrjú árin en segir þó að aldrei sé hægt að fullyrða slíkt með vissu. Um 90 prósent af framleiðslu Lýsis fer á markað erlendis og eru vörur fyrirtækisins fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Katrín segir kaupendur lýsisafurða vera í auknum mæli erlend lyfjafyrirtæki. Þau noti lýsið sem blöndunarefni eða markaðssetja það undir eigin vörumerkjum. Framkvæmdir við húsið hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. 65 manns starfa hjá Lýsi. Íslendingar hafa löngum vitað að Lýsi er hollt og vísindamenn hafa sýnt fram á að það er rétt. Katrín segir að nánast mánaðarlega á síðustu árum hafi rannsóknir sýnt ágæti lýsis og þess vegna hafi eftirspurnin eftir því aukist verulega að undanförnu. Hún segist vera dugleg að koma vörunni á framfæri og jafnvel svo mikið að fyrirtækið anni ekki eftirspurn. Skortur sé á hráefni. Katrín segir að ef fólk borði ekki tvær feitfiskmáltíðir á dag þá verði það að taka inn lýsi. „Það bara verður að fá sér lýsi, það er alveg nauðsynlegt,“ segir Katrín og vísar í rannsóknir sem sýna hollustu Omega-3 fitusýranna sem má finna í lýsi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira