Sameining kemur ekki til greina 9. júní 2005 00:01 Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum. Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, telur sína blokk í bankanum enn hafa meirihluta, þrátt fyrir að Burðarás sé orðinn þriðji stærsti hluthafinn í bankanum eftir stórviðskipti í gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir valdasamþjöppun í bankageiranum slæm tíðindi og telur ekki koma til greina að Landsbanki og Íslandsbanki sameinist. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um það hvort Straumsmenn, og þar með Landsbankinn, sé kominn með undirtökin í Íslandsbanka eftir kaup Burðaráss á fjögurra prósenta hlut í bankanum í gær. Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, er hins vegar ekki í vafa. Hann segir valdahlutföll ekki hafa breyst. Aðspurður hvort átökin milli þessara tveggja meginblokka hluthafa í Íslandsbanka séu jafn hörð og af er látið segist Einar telja að meira sé gert úr þeim en efni standi til. Ef allt væri logandi þá hefði bankinn ekki náð þeim árangri sem hann hefði náð. „Síðastliðið ár var besta ár í sögu bankans nokkurn tíma og það er áframhaldandi góður árangur. Menn geta ekki bæði unnið vinnuna sína og staðið í slagsmálum. Ég held að það liggi í augum uppi,“ segir Einar. Það verður þó ekki fram hjá því horft að eigendur Landsbankans hafa styrkt stöðu sína verulega innan Íslandsbanka. Spurður hvort komi til greina að sameina þessa tvo banka segir Einar það hæpið. „Þá myndi virkilega eiga sér stað blóðbað. En það er alveg ljóst að Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína,“ segir Einar. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af valdasamþjöppun í bankakerfinu. Hún segir það ekki góð tíðindi ef sömu aðilar eigi Íslandsbanka og Landsbanka, kannski með það í huga að sameina þá. Þegar rætt hafi verið um hugsanlega sameiningu tveggja banka fyrir nokkrum árum hafi svör samkeppnisyfirvalda verið þau að slíkt samræmdist ekki samkeppnislögum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira