Erlent

Þingkosningar í Ísrael 28. mars

Þingkosningar verða haldnar í Ísrael þann 28. mars á næsta ári. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær. Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, sagði sig úr Likud-bandalaginu í vikunni en hann hyggst stofna nýjan flokk og hefur boðið Simoni Perez um að ganga til liðs við sig í flokki, sem hann kallar hófstilltan miðjuflokk. Sharon hefur sagt að ekki sé útilokað að Ísraelar hörfi frá fleiri landnemabyggðum en þeir hafa gert til þessa. Ef það er stefna hans segja stjórnmálaskýrendur ólíklegt að flokkur hans nái miklu fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×