Sport

Barrichello yfirgefur Ferrari

Brasilíski Formúlu 1 ökumaðurinn, Rubens Barrichello, ætlar að yfirgefa Ferrari liðið að þessu keppnistímabili loknu. Þrefaldur fyrrverandi heimsmeistari, Nelson Piquet, tjáði brasilískum fjölmiðlamönnum í Ungverjalandskappakstrinum um nýliðna helgi að Barrichello ætlaði að ganga til liðs við BAR liðið á næsta tímabili. Sú saga fékk byr undir báða vængi í dag þegar fréttatilkynning birtist á heimasíðu Ferrari liðsins þess efnis að þetta væri síðasta tímabil Barrichello með liðinu sem hann hefur ekið fyrir síðan árið 2000. Reiknað er með að landi hans, Felipe Massa, sem nú ekur fyrir Sauber muni taka sæti Barrichello hjá Ferrari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×