Erlent

Sautján létust í strætósprengingu

Tala látinna í sprengingu í strætó í Bagdad í Írak fyrr í dag hefur hækkað úr fimm í sautján og þar að auki slasaðist 41. Strætóinn sprakk í loft upp við vegatálma nærri mosku sjíta í borginni. Þar með hafa tuttugu og þrír fallið í árásum uppreisnarmanna á sjíta í höfuðborginni , en Ashura, trúarhátíð þeirra, nær hámarki í dag. Í morgun sprengdi maður á mótorhjóli sjálfan sig í loft upp við jarðarför í mosku sjíta með þeim afleiðingum að að fjórir létust og tæplega 39 særðust. Þá létust tveir í öðru hverfi sjíta í Bagdad þegar sjálfsmorðsárásarmaður batt enda á líf sitt eftir að hafa skipst á skotum við öryggissveitir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×