Erlent

Leit að lifendum hætt

Fjórtán hundruð íbúar Maya-þorpsins Panabaj í Gvatemala eru taldir af eftir að aurskriða kaffærði þorpið í tólf metra þykkri eðju á miðvikudag. Leit að lifendum er hætt og þorpið verður líklega girt af sem einn fjöldagrafreitur. Fellibylurinn Stan skall á Mið-Ameríku og Mexíkó í síðustu viku og þótt krafturinn væri ekki í líkingu við kraft Katrínar og Ritu sem rústuðu suðurströnd Bandaríkjanna í síðasta mánuði, þá fylgdi Stan svo mikil rigning að jarðvegur mettaðist strax og byrjaði svo að skríða fram með skelfilegum afleiðingum. Gvatemala hefur orðið langverst úti, en björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta að grafa ofaní gríðarþykka eðjuna sem kaffærði Panabaj, með jurtir í nösunum til að reyna að útiloka lyktina sem óhjákvæmilega fylgir á annað þúsund líkum. Þorpið verður sennilega girt af og úrskurðað Mayafjöldagrafreitur, en íbúarnir voru flestir Mayaindíánar. Enn eru níutíu þorp í Gvatamala sambandslaus við umheiminn og björgunarstörf ganga hægt. Þó nokkurt manntjón hefur einnig orðið í El Salvador, Mexíkó, Níkaragva og Hondúras. Hægt gengur að koma aðstoð til bágstaddra á aurflóðasvæðunum, vegir eru lokaðir og fjarskipti liggja niðri ef þau voru nokkur fyrir. Til greina kemur að lýsa indíánabæina Panabaj og Tzanchaj í Gvatemala fjöldagröf. 1.400 eru taldir af eftir að hlíð eldfjalls í skreið fram á miðvikudag í úrhellisrigningu og þorpin grófust undir tonnum af jarðefnum. Eðjulagið er sumstaðar 12 metra þykkt. Manntjón hefur líka orðið í rigningunum í El Salvador, Mexíkó, Hondúras og Níkaragva. Hitabeltislægðin Stan hefur valdið hamförunum og enn er úrhellisrigning og stór svæði í M-Ameríku og Mexíkó undir vatni. Tugir þorpa urðu fyrir skriðum. Lítil sem engin hjálp berst til afskekktustu byggða. 200.000 hafa flúið heimili sín. Þriðjungur uppskerunnar í Gvatemala kann að vera ónýtur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×