Erlent

Mafíuforingi handtekinn

Spænska lögreglan hefur handtekið ítalskan mafíuforingja sem talinn er vera lykilmaður í mafíugengi sem staðið hefur fyrir fjölda morða og annarra glæpa í Napóli undanfarna mánuði. Mafíósinn, Raffaele Amato að nafni, var handtekinn þar sem hann var staddur fyrir utan spilavíti í Barcelona í gærkvöldi ásamt fimm meintum meðlimum mafíunnar. Blóðugt stríð hefur geisað í Napólí á meðal mafíugengja þar sem aðalbitbeinið er yfirráð í eiturlyfjasölu og fjárkúgunum. Meira en 120 manns hafa verið drepnir í þessum átökum undanfarna tólf mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×