Nafninu breytt í Kaupþing banki

Aðalfundur Kaupþings Búnaðarbanka sem haldinn var 18. mars sl. samþykkti að breyta nafni félagsins í Kaupþing banki hf. Hið nýja heiti félagsins er nú þegar orðið virkt í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar í dag.