Erlent

Dani í haldi Ísraela

Dönskum ríkisborgara, sem grunaður er um tengsl við líbanska Hezbollahskæruliða, er haldið í fangelsi af ísraelskum yfirvöldum. Maðurinn var handtekinn 6. janúar en ekki var upplýst um handtöku hans fyrr en á fimmtudag og hefur það vakið reiði danskra yfirvalda. Danska utanríkisráðuneytið kvartaði undan því við ísraelsk stjórnvöld að fulltrúum sínum hefði verið meinaður aðgangur að manninum og ásökunum á hendur honum haldið leyndum. Tveir ísraelskir arabar voru teknir í kjölfar handtöku mannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×