Erlent

Tveir menn hálshöggnir í Írak

Hópur á vegum al-Qaida hryðjuverkaleiðtogans Abus Musabs al-Zarqawis sendi frá sér myndband á Netinu fyrr í dag þar sem sýnt er þegar tveir Írakar eru hálshöggnir, en þeir eiga að hafa unnið í bandarískri herstöð. Að ódæðinu loknu hótaði hópurinn því að þeir sem „seldu trú sína og heiður fyrir lystisemdir lífsins“ myndu mæta sömu örlögum. Stuðningsmenn al-Zarqawis hafa lýst fjölmörgum sjálfsmorðsárásum og gíslatökum á hendur sér, en morgun ávarpaði al-Zarqawi stuðningsmenn sína og sagði að stríðið við Bandaríkjamenn í Írak gæti tekið mörg ár. Bandaríkjamenn hafa ítrekað reynt að hafa hendur í hári al-Zarqawis en ekki haft erindi sem erfiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×