Erlent

Lenín endist í 100 ár í viðbót

Líkið af Lenín sem er til sýnis í grafhýsi hans á Rauða torginu er enn í góðu standi og endist að minnsta kosti eitt hundrað ár í viðbót, en í dag er 81 ár síðan byltingarleiðtoginn lést. Einn sérfræðinganna sem annast líkið, segir að það fari hins vegar að líða að því að leiðtoginn þurfi að fá ný föt. Þær raddir sem hafa krafist þess að hætt verði að hafa líkið til sýnis vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna í Rússlandi hafa þagnað. Fjöldi ferðamanna sækir grafhýsið heim á degi hverjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×