Erlent

Íslenskrar stúlku leitað í Álaborg

Lögreglan í Álaborg í Danmörku leitaði í nótt að14 ára íslenskri stúlku sem yfirgaf heimili sitt í Álaborg eftir miðnætti. Hún skildi eftir kveðjubréf sem gaf lögreglu tilefni til að ætla að hún hygðist vinna sér mein. Að sögn lögreglunnar í Álaborg fannst stúlkan fyrir rúmri hálfri klukkustund og hafði hún falið sig hjá vinkonu sinni. Lögreglan segir vandamál stúlkunnar vera tilvistarkreppu af þeirri tegund sem gjarnan einkenni unglinga á hennar aldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×