Erlent

Cheney viðrar áhyggjur af Íran

MYND/AP
Íran er efst á lista bandarískra stjórnvalda yfir vandræðasvæði víðs vegar um heiminn, að sögn Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna. Þetta kom fram í útvarpsviðtali í gær, en undanfarna daga hafa borist af því fregnir að Bandaríkjastjórn leggi á ráðin um innrás í Íran. Talsmenn stjórnvalda hafa neitað þessu. Í viðtalinu sagðist Cheney hafa af því nokkrar áhyggjur að Ísraelsmenn létu til skarar skríða gegn Írönum til að koma í veg fyrir að þeir þróuðu kjarnorkuvopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×