Erlent

Fjórtán látnir í sprengjuárás

Nú er ljóst að 14 hafa látist og 40 særst í sjálfsmorðssprengjuárás nærri mosku sjíta í vesturhluta Bagdad í morgun. Fjölmargir voru á leið til bæna í moskunni þegar bíl var ekið að henni og hann sprengdur í loft upp, en í gær hófst Eid al-Adha, trúarhátíð múslíma. Þetta er enn ein árásin á sjíta í landinu en þeir eru 60 prósent íbúa í Írak og talið er að þeir muni sigra í kosningunum í landinu eftir níu daga. Spenna á milli þeirra og súnníta, sem fóru með völd í tíð Saddams Husseins, hefur vaxið mjög í aðdraganda kosninganna og er óttast að borgarastyrjöld brjótist út í landinu vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×