Erlent

Fjölmenn mótmæli í Washington

Tugþúsundir manna mótmæltu þegar George Bush sór embættiseið með mikilli viðhöfn í Washington í gær. Þrátt fyrir gríðarlega öryggisgæslu náði hluti mótmælendanna að brjóta sér leið inn á svæði, sem lögregla hafði girt af, við Pennsylvaníu-breiðstræti. Lögreglumenn beittu piparúða til þess að brjóta mótmælin á bak aftur. Skammt undan gekk mikill fjöldi mótmælenda um götur með eftirlíkingar af líkistum til þess að minna fólk á fallna borgara í Írak. Aðrir létu sér nægja að snúa baki í forsetann þegar bíll hans keyrði fram hjá, hrópa að honum eða bera spjöld með áletrunum af ýmsu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×