Erlent

Harry Potter selst grimmt

Þrátt fyrir að enn séu fimm mánuðir þar til sjötta bókin um Harry Potter kemur út hafa meira en hundrað þúsund manns pantað eintak af henni hjá Bretlandsdeild netbókaverslunarinnar Amazon. Tilkynnt var um útgáfudag bókarinnar 22. desember síðastliðinn og fór hún þegar í efsta sæti sölulistans. Hún er gefin út með einni kápu fyrir börn og annarri fyrir fullorðna, en barnabókin hefur haldið fyrsta sætinu frá fyrsta degi og fullorðinsútgáfan ekki farið neðar en í fimmta sæti. Síðasta bók seldist í 420 þúsund eintökum áður en hún kom út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×