Erlent

Tíu slasast í sprengingu í Madríd

Að minnsta kosti tíu manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í kjölfar sprengingar sem varð nærri ráðstefnuhöll í Madríd í morgun. Enginn slasaðist þó alvarlega að sögn spænskra fjölmiðla. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og vöruðu talsmenn samtakanna baskneskt dagblað við hættunni skömmu áður en sprengjan sprakk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×