Erlent

Ekki þarf að gera við hitahlíf

Áhöfn geimskutlunnar Discovery hefur fengið þau skilaboð frá stjórnstöð NASA að ekki sé þörf á að gera við rifna hitahlíf á flauginni áður en haldið verður til jarðar. Engin hætta stafi af skemmdunum sem eru rétt fyrir neðan glugga stjórnklefa skutlunnar. George Bush, Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við NASA vegna málsins en Discovery á að lenda í Flórída á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×