Vilja öflugt net tvísköttunarsamninga 11. desember 2005 09:15 Gerð tvísköttunarsamninga við önnur lönd eykur arðsemi viðskipta milli landa segja þeir Halldór Benjamín Þorbergsson og Jón Elvar Guðmundsson. Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir tvísköttunarsamninga hafa mikið vægi fyrir íslenskt efnahagslíf. Nú séu einungis 23 tvísköttunarsamningar við Ísland í gildi en til samanburðar séu þeir 91 í Danmörku. Fjölgun slíkra samninga myndi liðka fyrir fjárfestingum erlendra aðila hér á landi sem og innlendra í útlöndum. Því leggi Viðskiptaráð á það áherslu að ráðist sé í gerð fleiri slíkra samninga. Halldór segir að gildir tvísköttunarsamningar séu ein af meginforsendum þess að viðskipti milli landa verði arðbær og fyrirtæki staðsetji höfuðstöðvar sínar eða dótturfélög á Íslandi. Mikilvægi þess að ríki hafi yfir að ráða öflugu neti tvísköttunarsamninga verði því seint ofmetið. Jón Elvar Guðmundsson, héraðasdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti, hefur unnið skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands um tvísköttun. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Danmörk. Í skýrslunni er lagt til að ef tvísköttunarsamningar eru ekki í gildi milli landa er hægt að fara út í einhliða aðgerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun einstaklinga og fyrirtækja. Halldór segir Viðskiptaráð meðal annars vilja taka til endurskoðunar hvernig komið verði í veg fyrir tvísköttun arðstekna. Mælt er með að svokallaðri undanþáguaðferð verði beitt sem aðalaðferð af íslenskum skattayfirvöldum við að aflétta tvísköttun. Vegna smæðar landsins geti verið raunhæf vandamál því tengd að fá önnur ríki til samningaviðræðna. Sökum þessa leggi Viðskiptaráð til að athugaðir verði möguleikar á að óska eftir viðræðum og fara út í þær í samfloti við önnur ríki, til dæmis Norðurlöndin. Undanþáguaðferðin byggir á þeirri hugmyndafræði að fyrirtæki sem fjárfestir njóti jafnræðis við aðra sem fjárfesta á viðkomandi markaði, það er hlutleysi að því er varðar erlendar fjárfestingar. @Mynd -FoMed 6,5p CP:Löndin sem eru lituð dökkblá hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland. Samkvæmt hugmyndafræðinni má því segja að kjósi fyrirtæki að fjárfesta erlendis þá sé hagnaðurinn skattlagður eins og hagnaður annarra fyrirtækja í viðkomandi landi. Þannig er samkeppnisstaða á erlendum mörkuðum tryggð að því er varðar skatta. Halldór segir að við gerð þessara samninga sé best að leggja áherslu á þau ríki sem Íslendingar eigi þegar viðskipti við, eins og Japan. Í kjölfarið sé eðlilegt að leggja áherslu á þau lönd sem fyrirsjáanlegt sé að íslensk fyrirtæki muni eiga viðskipti við í framtíðinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira